Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 12:09 Wells, til vinstri, ásamt félaga sínum, Joseph Empey, sem særðist einnig í árásunum í Brussel. Mynd/Samsett Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14