Matseðilinn hjá þeim er orðinn svo rosalegur að menn þurfa að vera hugrakkir til að vaða í suma réttina. Braves stendur því undir nafni.
Nýjasta nýtt er réttur sem þeir kalla „Burgerizza“. Já, það er hamborgari með osti, beikoni og öllu tilheyrandi og brauðið er tvær pítsur. Hamborgarapizza. Magnað og í raun hægt að tala um tímamót í þessu samhengi.
Þennan girnilega rétt má fá á rúmar 3.000 krónur á vellinum. Gjöf en ekki gjald segja eflaust einhverjir. Staðfest kaloríutala hefur ekki enn borist yfir hafið.
Á meðal annarra áhugaverða rétta má nefna T.E.D. eða „The Everything Dog“. Það er bókstaflega allt á þeirri pylsu.
Fyrir utan risapylsuna þá er notaður bjórostur, Coca Cola BBQ-sósa, chili, poppkorn, flögur, pretzel, franskar og jalapenos. Þetta er pylsa sem menn fara ekki í án þess að vera með sprengitölfurnar við höndina.
Welcome to your new #Braves signature meals. pic.twitter.com/rn8vrqkGcv
— Braves Reddit (@BravesReddit) March 22, 2016
Burgerizza. A burger between two pizzas. pic.twitter.com/uUymZMbvHq
— Braves Reddit (@BravesReddit) March 22, 2016
Say hello to T.E.D. (The Everything Dog). Part of your new @Braves dining experience. pic.twitter.com/psggppPi4s
— FOX Sports South (@FOXSportsSouth) March 22, 2016
The Punisher. Rib meat slathered in Monster energy drink-infused BBQ sauce. @Braves pic.twitter.com/Yz1xH18P7x
— FOX Sports South (@FOXSportsSouth) March 22, 2016
The Tater Tot Chop. Includes Coca-Cola-infused ketchup. Taste tester called it "freaking awesome." @Braves pic.twitter.com/BRIG0TFTBt
— FOX Sports South (@FOXSportsSouth) March 22, 2016