Hver verður næsti forseti Íslands? Sveinn Arnarsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Guðmundur Franklín Jónsson, Hildur Þórðardóttir, Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Bæring Ólafsson, Heimir Hólmarsson, Vigfús Bjarni Albertsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Hrannar Pétursson Vísir/Stefán Fimmta kjörtímabili hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, lýkur í ágúst á þessu ári og nýr forseti tekur við keflinu. Enginn forseti hefur áður setið fimm kjörtímabil, heila tvo áratugi. Segja má með nokkurri vissu að fráfarandi forseti hafi markað djúp spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar og breytt forsetaembættinu manna mest í embættistíð sinni. Ítrekuð beiting stjórnarskrárákvæða með að færa lög frá Alþingi í dóm kjósenda verður líkast til færð í sögubækur framtíðarinnar. Einnig hefur honum tekist, einum stjórnmálamanna þessa lands, að sigla í gegnum efnahagshrunið í lok árs 2008 með þeim afleiðingum að fjórum árum seinna vildi þjóðin ríghalda honum í embætti fjögur ár í viðbót. Er þetta eina dæmið um stjórnmálamann sem kom standandi niður eftir hrun. Nokkur fjöldi einstaklinga hefur gefið það út opinberlega, nú nokkrum mánuðum fyrir kosningar, að þeir vilji setjast að á Bessastöðum síðsumars og verða forseti yfir Íslandi. Aldrei áður hefur slíkur fjöldi gefið það út að hann ætli sér að taka þátt í einu og sama forsetakjörinu. Enn er langur tími til kosninga og því er líklegt að fleiri bjóði sig fram í embætti forseta Íslands. Nokkrir einstaklingar hafa sterklega verið orðaðir við framboð. Bryndís Hlöðversdóttir, Össur Skarphéðinsson og Davíð Þór Jónsson hafa, svo dæmi séu tekin, verið orðuð við framboð án þess að þau hafi nokkuð gefið upp um fyrirætlanir sínar í sumar. Kosningarnar munu fara fram fjórða laugardag júnímánaðar. Líkast til mun kosningabaráttan lenda í skugga karlalandsliðsins í knattspyrnu sem etja mun kappi við aðrar stórþjóðir á EM í Frakklandi í júnímánuði. Þrátt fyrir það munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og því ekki úr vegi að Fréttablaðið líti yfir þann hóp sem hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands.Halla Tómasdóttir 1968 Halla er rekstrarhagfræðingur og starfar sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs íslands og stofnandi og stjórnarformaður Auðar Capital. Einnig hefur hún unnið hjá íslenska útvarpsfélaginu, Háskólanum í Reykjavík og Pepsi Cola. Halla vill virkja konur til áhrifa á öllum sviðum samfélagsins og vill sjá fleiri frumkvöðla að störfum, ekki síst þá sem hafa það að leiðarljósi að leysa samfélagsleg mein og skapa þannig verðmæti bæði fyrir sig og sitt samfélag.Ari JósepssonAri Jósepsson 1981 Þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu verður Ari Jósepsson nýorðinn 35 ára gamall. Hann er ókvæntur og barnlaus. Ari hefur á síðustu árum stundað nám en er atvinnulaus eins og er. Ari leggur áherslu á jöfnuð og að allir fái tækifæri á sínum forsendum. Hann vill sameina þjóðina og hlusta á hana í forsetastóli. Að hans mati er nóg komið af álverum og að landið okkar ætti að vera sem hreinast. Ari er hvað þekktastur fyrir Youtube rásina sína á netinu þar sem hann hefur hlaðið upp hundruðum myndbanda af ferðalögum sínum um heiminn og öðru efni. Þar segist hann vera ferðalangur sem þyki gaman að skoða heiminn.Ástþór Magnússon 1953 Ástþór bauð fram krafta sína fyrst í forsetakosningunum árið 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Ástþór vill beita sér fyrir að embættti forsetans verði nýtt í þágu heimsfriðar og að vald færist aftur til þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um stór mál. Hann vill einnig berjast fyrir því að þjóðin sjálf geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu án aðkomu forseta Íslands. Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og var einn af stofnendum Lýðræðishreyfingarinnar árið 1998.Guðrún Margrét Pálsdóttir 1959 Guðrún Margrét er menntaður hjúkrunarfræðingur og er einn af stofnendum ABC barnahjálpar. Hún hefur einnig unnið á Landspítalanum og Hlaðgerðarkoti Samhjálpar. Hún segir heimsreisu sem hún hafi farið í fyrir þrem áratugum breytt lífi hennar. Þar hafi hún kynnst fátækt og ólæsu fólki og viljað hjálpa því í lífinu. Að mati Guðrúnar er forsetinn mikilvægur öryggisventill þjóðarinnar, hann sé sameiningartákn þess og ímynd þjóðarinnar út á við. Bænin er öflugt tæki til að blessa aðra að mati Guðrúnar. Margir glíma við sjúkdóma og erfiðleika og finna styrk í bæninni. Hún sér fyrir sér reglulegar bænastundir í Bessastaðakirkju þar sem beðið yrði fyrir æsku þjóðarinnar og ráðamönnum landsins svo þeir taki réttar og farsælar ákvarðanir fyrir þjóðina. Guðrún Margrét er gift og á fjögur börn.Hildur Þórðardóttir 1967 Hildur er þjóðfræðingur að mennt. Einnig hefur hún lagt stund á ritstörf og heilun. Hildur vill meira vald til fólksins og er eindreginn stuðningsmaður nýju stjórnarskrárinnar. Þar til nýja stjórnarskráin verður samþykkt, vill hún nota málskotsréttinn, verði hún kosin og miða við undirskrift tíu prósent þjóðarinnar. Hún telur mikilvægt að þjóðin taki ákvarðanir í stærstu og mikilvægustu málunum. Hún telur nauðsynlegt að koma á friði í samfélaginu, vinnufriði á Alþingi og brúa bilið milli þings og þjóðar. Að mati Hildar skiptir máli að forsetinn sé hlyntur nýju stjórnarskránni því hann getur þagað hana í hel eða lagt henni veigamikið lið. Hildur hefur unnið í sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum, Hugarafli og Samhjálp og þekkir því aðstæður geðfatlaðra og þeirra sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Hún hefur jafnframt mikla reynslu af málefnum barna með geðraskanir og þeim úrræðum sem þeim standa til boða.Bæring Ólafsson 1955 Á yngri árum stundaði Bæring sjómennsku og vann í byggingarvinnu. Hann nam síðar viðskiptafræði í Bandaríkjunum og hefur um árabil stýrt fyrirtækjum bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu. Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Bæring er kvæntur og a sex börn og sex barnabörn.Elísabet Jökulsdóttir 1958 Elísabet hefur um árabil starfað sem blaðamaður og rithöfundur. Hún segist vera að fylgja tilfinningu sem hún hafi fengið. Hún sé í leiðangri og þegar komið er á leiðarenda, á kosninganótt, muni kannski opnast svarið fyrir henni hvert hún stefni. Hún segist hafa óbilandi áhuga á fólki og vilji ræða við sem flesta. Elísabet segist hafa gert stórkostlegar uppgötvanir á þeim tveimur mánuðum sem hún hefur verið í framboði, bæði á sjálfum sér og þjóðinni. Hún segist ekki eiga neinn forsetafataskáp og þurfi því að koma til dyranna í eigin fötum. Hún segist elska Íslendinga af öllu hjarta og langi að banka uppá hjá hverjum Íslendingi því allir hafa sögu að segja.Þorgrímur ÞráinssonÞorgrímur Þráinsson 1959Þorgrímur hefur um langa hríð skrifað barna og unglingabækur auk þess sem hann hefur komið að forvarnarmálum ýmisskonar. Einnig er Þorgrímur fyrrum knattspyrnumaður og hefur einnig unnið innan knattspyrnuhreyfingarinnar við hin ýmsu störf. Þorgrímur hefur í tvígang hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin, fyrst árið 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu og aftur árið 2010 fyrir Ertu Guð, afi? Þorgrímur hefur einnig haft atvinnu af því að ræða við smærri og stærri hópa sem fyrirlesari. Þá hefur hann komið að starfi fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þorgrímur hefur sagt að hann vilji sem forseti vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Hann lítur á embættið sem óskrifað blað og að nýr forseti geti á nokkurn hátt gert það sem hann langar til að gera með embættið. Guðmundur Franklín Jónsson 1963 Guðmundur er búsettur í Danmörku. fráskilinn þriggja barna faðir. Viðskiptafræðingur. Er starfandi Hótelstjóri í Danmörku. hefur einnig unnið sem hótelstjóri í Prag. Sem forseti vill hann ekki breyta embættinu mikið heldur sé mikilvægt að halda uppi merkjum Ólafs Ragnars Grímssonar en að hans mati hefur fráfarandi forseti byggt upp embættið á síðustu árum. Sem forseti vill Guðmundur Framklín vera talsmaður þjóðarinnar og passa upp á að ekki sé brotið á þjóðinni. Hann muni verða nauðsynlegur varnagli fyrir þjóðina og nýta stjórnarskrá lýðveldisins til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur og leggja fram frumvörp fyrir þingið. Æskilegt væri að miða við að tíu prósent þjóðarinnar gætu kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu.Sturla JónssonSturla Jónsson 1966 Sturla er þekktastur sem vörubílstjóri sem hefur látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni allt frá hruni. Hann bauð sig fram til alþingis árið 2013 en hlaut ekki kjörgengi. Sturla Vill gera forsetaembættið virkt í stjórnskipan landsins. Að hans mati eru fjölmörg ákvæði stjórnarskrár Íslands sem ekki er farið eftir í dag. vill hann til að mynda að forseti stýri því hverjir verði ráðherrar í ríkisráði og að forseti virki 25. grein stjórnarskrárinnar sem veitir honum heimild til að leggja fram frumvörp á Alþingi Íslendinga. Með þessu yrði því forseti lýðveldisins mun meiri þátttakandi í stjórnmálalílfinu hér á landi.Vigfús Bjarni Albertsson 1975 Vigfús Bjarni er menntaður til prests og vinnur sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Í störfum sínum sem sjúkrahúsprestur hefur hann öðlast reynslu af því að tala við fólk á erfiðum stundum í lífi þess og segir þá reynslu nýtast honum. Með því hafi hann reynslu og þekkingu til að ávarpa einstaklinga í erfiðri stöðu. Hann langar að breyta embætti forseta íslands í mannúðarembætti. Í því felst að forseti hugi að lýðheilsu þjóðarinnar. Markmið er að fara af stað í þennan leiðangur sem kosningaferðalagið er, ræða við fólk á förnum vegi um það sem það hefur að segja. Vigfús Bjarni hefur á rúmum áratug sem sjúkrahúsprestur gengið í gegnum mikið niðurskurðarskeið í íslenskri heilbrigðisþjónustu og langar að hefja hana upp til vegs og virðingar á nýjan leik.Heimir Örn Hólmarsson 1980 Heimir er næstyngstur þeirra sem boðið hafa fram krafta sína sem forseti íslands. Heimir Örn er búsettur í Reykjavík, er menntaður rafmagnstæknifræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hann vinnur hjá Icelandair að viðhaldi flugvélaflota fyrirtækisins. Heimir Örn vill gera forsetaembættið gegnsærra og aðgengilegra almenningi. Einnig telur hann að forsetaembættið þurfi að leggja ríkari áherslu á að uppræta fordóma í samfélaginu gagnvart þeim einstaklingum sem hafa orðið útundan í samfélaginu og hlúa að minnihlutahópum í okkar landi. Einnig segir hann mikilvægt að grunnstoðir samfélagsins okkar séu byggðar upp af sitjandi forseta og að sá sem gegni embætti forseta hugi sérstaklega að þeirri þjóð sem byggir landið og sameini hana í verki. Heimir Örn er kvæntur og á þrjú börn.Hrannar Pétursson 1973 Hrannar var lengi fréttamaður RÚV en einnig hefur hann starfað sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone og nú síðast verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Að mati Hrannars á forsetinn að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann geri. Hrannar vill vera framsýnn forseti. Hrannar vill vera venjulegur maður og hluti af þjóðinni, alþýðlegur venjulegur maður með einlægan áhuga á því að láta gott af sér leiða. Einnig leggur hann mikla áherslu á að forseti eigi að vera helsti talsmaður kynjajafnréttis í landinu. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Fimmta kjörtímabili hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, lýkur í ágúst á þessu ári og nýr forseti tekur við keflinu. Enginn forseti hefur áður setið fimm kjörtímabil, heila tvo áratugi. Segja má með nokkurri vissu að fráfarandi forseti hafi markað djúp spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar og breytt forsetaembættinu manna mest í embættistíð sinni. Ítrekuð beiting stjórnarskrárákvæða með að færa lög frá Alþingi í dóm kjósenda verður líkast til færð í sögubækur framtíðarinnar. Einnig hefur honum tekist, einum stjórnmálamanna þessa lands, að sigla í gegnum efnahagshrunið í lok árs 2008 með þeim afleiðingum að fjórum árum seinna vildi þjóðin ríghalda honum í embætti fjögur ár í viðbót. Er þetta eina dæmið um stjórnmálamann sem kom standandi niður eftir hrun. Nokkur fjöldi einstaklinga hefur gefið það út opinberlega, nú nokkrum mánuðum fyrir kosningar, að þeir vilji setjast að á Bessastöðum síðsumars og verða forseti yfir Íslandi. Aldrei áður hefur slíkur fjöldi gefið það út að hann ætli sér að taka þátt í einu og sama forsetakjörinu. Enn er langur tími til kosninga og því er líklegt að fleiri bjóði sig fram í embætti forseta Íslands. Nokkrir einstaklingar hafa sterklega verið orðaðir við framboð. Bryndís Hlöðversdóttir, Össur Skarphéðinsson og Davíð Þór Jónsson hafa, svo dæmi séu tekin, verið orðuð við framboð án þess að þau hafi nokkuð gefið upp um fyrirætlanir sínar í sumar. Kosningarnar munu fara fram fjórða laugardag júnímánaðar. Líkast til mun kosningabaráttan lenda í skugga karlalandsliðsins í knattspyrnu sem etja mun kappi við aðrar stórþjóðir á EM í Frakklandi í júnímánuði. Þrátt fyrir það munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og því ekki úr vegi að Fréttablaðið líti yfir þann hóp sem hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands.Halla Tómasdóttir 1968 Halla er rekstrarhagfræðingur og starfar sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs íslands og stofnandi og stjórnarformaður Auðar Capital. Einnig hefur hún unnið hjá íslenska útvarpsfélaginu, Háskólanum í Reykjavík og Pepsi Cola. Halla vill virkja konur til áhrifa á öllum sviðum samfélagsins og vill sjá fleiri frumkvöðla að störfum, ekki síst þá sem hafa það að leiðarljósi að leysa samfélagsleg mein og skapa þannig verðmæti bæði fyrir sig og sitt samfélag.Ari JósepssonAri Jósepsson 1981 Þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu verður Ari Jósepsson nýorðinn 35 ára gamall. Hann er ókvæntur og barnlaus. Ari hefur á síðustu árum stundað nám en er atvinnulaus eins og er. Ari leggur áherslu á jöfnuð og að allir fái tækifæri á sínum forsendum. Hann vill sameina þjóðina og hlusta á hana í forsetastóli. Að hans mati er nóg komið af álverum og að landið okkar ætti að vera sem hreinast. Ari er hvað þekktastur fyrir Youtube rásina sína á netinu þar sem hann hefur hlaðið upp hundruðum myndbanda af ferðalögum sínum um heiminn og öðru efni. Þar segist hann vera ferðalangur sem þyki gaman að skoða heiminn.Ástþór Magnússon 1953 Ástþór bauð fram krafta sína fyrst í forsetakosningunum árið 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Ástþór vill beita sér fyrir að embættti forsetans verði nýtt í þágu heimsfriðar og að vald færist aftur til þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um stór mál. Hann vill einnig berjast fyrir því að þjóðin sjálf geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu án aðkomu forseta Íslands. Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og var einn af stofnendum Lýðræðishreyfingarinnar árið 1998.Guðrún Margrét Pálsdóttir 1959 Guðrún Margrét er menntaður hjúkrunarfræðingur og er einn af stofnendum ABC barnahjálpar. Hún hefur einnig unnið á Landspítalanum og Hlaðgerðarkoti Samhjálpar. Hún segir heimsreisu sem hún hafi farið í fyrir þrem áratugum breytt lífi hennar. Þar hafi hún kynnst fátækt og ólæsu fólki og viljað hjálpa því í lífinu. Að mati Guðrúnar er forsetinn mikilvægur öryggisventill þjóðarinnar, hann sé sameiningartákn þess og ímynd þjóðarinnar út á við. Bænin er öflugt tæki til að blessa aðra að mati Guðrúnar. Margir glíma við sjúkdóma og erfiðleika og finna styrk í bæninni. Hún sér fyrir sér reglulegar bænastundir í Bessastaðakirkju þar sem beðið yrði fyrir æsku þjóðarinnar og ráðamönnum landsins svo þeir taki réttar og farsælar ákvarðanir fyrir þjóðina. Guðrún Margrét er gift og á fjögur börn.Hildur Þórðardóttir 1967 Hildur er þjóðfræðingur að mennt. Einnig hefur hún lagt stund á ritstörf og heilun. Hildur vill meira vald til fólksins og er eindreginn stuðningsmaður nýju stjórnarskrárinnar. Þar til nýja stjórnarskráin verður samþykkt, vill hún nota málskotsréttinn, verði hún kosin og miða við undirskrift tíu prósent þjóðarinnar. Hún telur mikilvægt að þjóðin taki ákvarðanir í stærstu og mikilvægustu málunum. Hún telur nauðsynlegt að koma á friði í samfélaginu, vinnufriði á Alþingi og brúa bilið milli þings og þjóðar. Að mati Hildar skiptir máli að forsetinn sé hlyntur nýju stjórnarskránni því hann getur þagað hana í hel eða lagt henni veigamikið lið. Hildur hefur unnið í sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum, Hugarafli og Samhjálp og þekkir því aðstæður geðfatlaðra og þeirra sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Hún hefur jafnframt mikla reynslu af málefnum barna með geðraskanir og þeim úrræðum sem þeim standa til boða.Bæring Ólafsson 1955 Á yngri árum stundaði Bæring sjómennsku og vann í byggingarvinnu. Hann nam síðar viðskiptafræði í Bandaríkjunum og hefur um árabil stýrt fyrirtækjum bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu. Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Bæring er kvæntur og a sex börn og sex barnabörn.Elísabet Jökulsdóttir 1958 Elísabet hefur um árabil starfað sem blaðamaður og rithöfundur. Hún segist vera að fylgja tilfinningu sem hún hafi fengið. Hún sé í leiðangri og þegar komið er á leiðarenda, á kosninganótt, muni kannski opnast svarið fyrir henni hvert hún stefni. Hún segist hafa óbilandi áhuga á fólki og vilji ræða við sem flesta. Elísabet segist hafa gert stórkostlegar uppgötvanir á þeim tveimur mánuðum sem hún hefur verið í framboði, bæði á sjálfum sér og þjóðinni. Hún segist ekki eiga neinn forsetafataskáp og þurfi því að koma til dyranna í eigin fötum. Hún segist elska Íslendinga af öllu hjarta og langi að banka uppá hjá hverjum Íslendingi því allir hafa sögu að segja.Þorgrímur ÞráinssonÞorgrímur Þráinsson 1959Þorgrímur hefur um langa hríð skrifað barna og unglingabækur auk þess sem hann hefur komið að forvarnarmálum ýmisskonar. Einnig er Þorgrímur fyrrum knattspyrnumaður og hefur einnig unnið innan knattspyrnuhreyfingarinnar við hin ýmsu störf. Þorgrímur hefur í tvígang hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin, fyrst árið 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu og aftur árið 2010 fyrir Ertu Guð, afi? Þorgrímur hefur einnig haft atvinnu af því að ræða við smærri og stærri hópa sem fyrirlesari. Þá hefur hann komið að starfi fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þorgrímur hefur sagt að hann vilji sem forseti vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Hann lítur á embættið sem óskrifað blað og að nýr forseti geti á nokkurn hátt gert það sem hann langar til að gera með embættið. Guðmundur Franklín Jónsson 1963 Guðmundur er búsettur í Danmörku. fráskilinn þriggja barna faðir. Viðskiptafræðingur. Er starfandi Hótelstjóri í Danmörku. hefur einnig unnið sem hótelstjóri í Prag. Sem forseti vill hann ekki breyta embættinu mikið heldur sé mikilvægt að halda uppi merkjum Ólafs Ragnars Grímssonar en að hans mati hefur fráfarandi forseti byggt upp embættið á síðustu árum. Sem forseti vill Guðmundur Framklín vera talsmaður þjóðarinnar og passa upp á að ekki sé brotið á þjóðinni. Hann muni verða nauðsynlegur varnagli fyrir þjóðina og nýta stjórnarskrá lýðveldisins til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur og leggja fram frumvörp fyrir þingið. Æskilegt væri að miða við að tíu prósent þjóðarinnar gætu kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu.Sturla JónssonSturla Jónsson 1966 Sturla er þekktastur sem vörubílstjóri sem hefur látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni allt frá hruni. Hann bauð sig fram til alþingis árið 2013 en hlaut ekki kjörgengi. Sturla Vill gera forsetaembættið virkt í stjórnskipan landsins. Að hans mati eru fjölmörg ákvæði stjórnarskrár Íslands sem ekki er farið eftir í dag. vill hann til að mynda að forseti stýri því hverjir verði ráðherrar í ríkisráði og að forseti virki 25. grein stjórnarskrárinnar sem veitir honum heimild til að leggja fram frumvörp á Alþingi Íslendinga. Með þessu yrði því forseti lýðveldisins mun meiri þátttakandi í stjórnmálalílfinu hér á landi.Vigfús Bjarni Albertsson 1975 Vigfús Bjarni er menntaður til prests og vinnur sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Í störfum sínum sem sjúkrahúsprestur hefur hann öðlast reynslu af því að tala við fólk á erfiðum stundum í lífi þess og segir þá reynslu nýtast honum. Með því hafi hann reynslu og þekkingu til að ávarpa einstaklinga í erfiðri stöðu. Hann langar að breyta embætti forseta íslands í mannúðarembætti. Í því felst að forseti hugi að lýðheilsu þjóðarinnar. Markmið er að fara af stað í þennan leiðangur sem kosningaferðalagið er, ræða við fólk á förnum vegi um það sem það hefur að segja. Vigfús Bjarni hefur á rúmum áratug sem sjúkrahúsprestur gengið í gegnum mikið niðurskurðarskeið í íslenskri heilbrigðisþjónustu og langar að hefja hana upp til vegs og virðingar á nýjan leik.Heimir Örn Hólmarsson 1980 Heimir er næstyngstur þeirra sem boðið hafa fram krafta sína sem forseti íslands. Heimir Örn er búsettur í Reykjavík, er menntaður rafmagnstæknifræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hann vinnur hjá Icelandair að viðhaldi flugvélaflota fyrirtækisins. Heimir Örn vill gera forsetaembættið gegnsærra og aðgengilegra almenningi. Einnig telur hann að forsetaembættið þurfi að leggja ríkari áherslu á að uppræta fordóma í samfélaginu gagnvart þeim einstaklingum sem hafa orðið útundan í samfélaginu og hlúa að minnihlutahópum í okkar landi. Einnig segir hann mikilvægt að grunnstoðir samfélagsins okkar séu byggðar upp af sitjandi forseta og að sá sem gegni embætti forseta hugi sérstaklega að þeirri þjóð sem byggir landið og sameini hana í verki. Heimir Örn er kvæntur og á þrjú börn.Hrannar Pétursson 1973 Hrannar var lengi fréttamaður RÚV en einnig hefur hann starfað sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone og nú síðast verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Að mati Hrannars á forsetinn að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann geri. Hrannar vill vera framsýnn forseti. Hrannar vill vera venjulegur maður og hluti af þjóðinni, alþýðlegur venjulegur maður með einlægan áhuga á því að láta gott af sér leiða. Einnig leggur hann mikla áherslu á að forseti eigi að vera helsti talsmaður kynjajafnréttis í landinu.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira