Um vanhæfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2016 07:00 Ein af spurningunum sem hafa vaknað í umræðu um Wintris Inc. og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hvort hann hafi verið bundinn af hæfisreglum stjórnsýslulaga til að upplýsa um fyrirfram að eiginkona hans ætti félagið Wintris Inc. áður en skipað var í stýrinefnd og framkvæmdahóp um afnám gjaldeyrishafta. Sigmundur hefur frá fyrsta degi talað um að slitabú föllnu bankanna þyrftu að gefa eftir eignir sínar. „Ég held að menn geti viðurkennt að ég hafi leitt þessa umræðu og fylgt henni eftir, á öllum stigum málsins hafi ég talað fyrir því að ganga hart fram,“ sagði Sigmundur í þessu blaði á skírdag. Menn hafa sett þessi orð í samhengi við ætlað vanhæfi hans, jafnvel þótt ekki séu neinar vísbendingar um annað en að hann hafi eingöngu gengið erinda almennings í þessari vinnu. Þegar metið er hvort starfsmaður í stjórnsýslunni sé vanhæfur til að koma að einstöku máli ber í fyrstu að skoða hvort hæfisreglur stjórnsýslulaga eigi við um viðkomandi. Í 3. gr. stjórnsýslulaga kemur fram að starfsmaður teljist vera vanhæfur þegar hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans (maki) eða fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir. Hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda um þá sem falla undir hugtakið „stjórnvald“ í skilningi stjórnsýslulaga. Umrædd lög gilda að meginstefnu til aðeins þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, eða svonefndar „stjórnvaldsákvarðanir“. Til að glöggva sig á því hvort hæfisreglur stjórnsýslulaga eigi við um þögn forsætisráðherra um Wintris Inc. þarf að svara því hvort forsætisráðherra hafi tekið stjórnvaldsákvörðun í aðdraganda lausnar á málefnum föllnu bankanna. Stjórnvaldsákvörðun er beint út á við að borgurunum en ekki inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Páll Hreinsson segir þannig í doktorsritgerð sinni Hæfisreglur stjórnsýslulaga að „ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast á hinn bóginn ekki stjórnvaldsákvarðanir“ (bls. 149). Páll segir að ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar geti haft óbein áhrif á réttarstöðu borgaranna en „engu að að síður eru slíkar ákvarðanir ekki taldar stjórnvaldsákvarðanir þar sem þær lúta ekki beint og milliliðalaust að rétti eða skyldu manna“. Óhætt er að fullyrða að skipun í stýrinefnd eða framkvæmdahóp telst varða innri málefni stjórnsýslunnar. Af þeim sökum verður ekki séð að slíkt feli í sér stjórnvaldsákvörðun. Þá verður ekki séð að framkvæmdahópurinn hafi tekið eiginlega stjórnvaldsákvörðun þar sem niðurstöður af vinnu hópsins leiddu til lagafrumvarps sem samþykkt var sem lög frá Alþingi. En í stjórnsýslurétti gilda ýmsar óskráðar meginreglur. Þannig getur starfsmaður verið vanhæfur þegar kemur að pólitískri stefnumótun. Í framangreindu riti Páls Hreinssonar (bls. 714) segir þannig að „hafi starfsmaður haft raunhæfra og fyrirsjáanlegra framtíðarhagsmuna að gæta af úrlausn málsins er hann vanhæfur til meðferðar þess“. Er þetta í samræmi við 4. gr. stjórnsýslulaga. Þótt engum dyljist að forsætisráðherra hafi haft íslenska hagsmuni að leiðarljósi við úrlausn slitabúanna verður hann að horfast í augu við að hæfi hans til að annast framangreind málefni var sannarlega ekki hafið yfir vafa. Þá er vandséð hvernig þögn hans um Wintris Inc. hafi verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Ein af spurningunum sem hafa vaknað í umræðu um Wintris Inc. og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hvort hann hafi verið bundinn af hæfisreglum stjórnsýslulaga til að upplýsa um fyrirfram að eiginkona hans ætti félagið Wintris Inc. áður en skipað var í stýrinefnd og framkvæmdahóp um afnám gjaldeyrishafta. Sigmundur hefur frá fyrsta degi talað um að slitabú föllnu bankanna þyrftu að gefa eftir eignir sínar. „Ég held að menn geti viðurkennt að ég hafi leitt þessa umræðu og fylgt henni eftir, á öllum stigum málsins hafi ég talað fyrir því að ganga hart fram,“ sagði Sigmundur í þessu blaði á skírdag. Menn hafa sett þessi orð í samhengi við ætlað vanhæfi hans, jafnvel þótt ekki séu neinar vísbendingar um annað en að hann hafi eingöngu gengið erinda almennings í þessari vinnu. Þegar metið er hvort starfsmaður í stjórnsýslunni sé vanhæfur til að koma að einstöku máli ber í fyrstu að skoða hvort hæfisreglur stjórnsýslulaga eigi við um viðkomandi. Í 3. gr. stjórnsýslulaga kemur fram að starfsmaður teljist vera vanhæfur þegar hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans (maki) eða fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir. Hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda um þá sem falla undir hugtakið „stjórnvald“ í skilningi stjórnsýslulaga. Umrædd lög gilda að meginstefnu til aðeins þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, eða svonefndar „stjórnvaldsákvarðanir“. Til að glöggva sig á því hvort hæfisreglur stjórnsýslulaga eigi við um þögn forsætisráðherra um Wintris Inc. þarf að svara því hvort forsætisráðherra hafi tekið stjórnvaldsákvörðun í aðdraganda lausnar á málefnum föllnu bankanna. Stjórnvaldsákvörðun er beint út á við að borgurunum en ekki inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Páll Hreinsson segir þannig í doktorsritgerð sinni Hæfisreglur stjórnsýslulaga að „ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast á hinn bóginn ekki stjórnvaldsákvarðanir“ (bls. 149). Páll segir að ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar geti haft óbein áhrif á réttarstöðu borgaranna en „engu að að síður eru slíkar ákvarðanir ekki taldar stjórnvaldsákvarðanir þar sem þær lúta ekki beint og milliliðalaust að rétti eða skyldu manna“. Óhætt er að fullyrða að skipun í stýrinefnd eða framkvæmdahóp telst varða innri málefni stjórnsýslunnar. Af þeim sökum verður ekki séð að slíkt feli í sér stjórnvaldsákvörðun. Þá verður ekki séð að framkvæmdahópurinn hafi tekið eiginlega stjórnvaldsákvörðun þar sem niðurstöður af vinnu hópsins leiddu til lagafrumvarps sem samþykkt var sem lög frá Alþingi. En í stjórnsýslurétti gilda ýmsar óskráðar meginreglur. Þannig getur starfsmaður verið vanhæfur þegar kemur að pólitískri stefnumótun. Í framangreindu riti Páls Hreinssonar (bls. 714) segir þannig að „hafi starfsmaður haft raunhæfra og fyrirsjáanlegra framtíðarhagsmuna að gæta af úrlausn málsins er hann vanhæfur til meðferðar þess“. Er þetta í samræmi við 4. gr. stjórnsýslulaga. Þótt engum dyljist að forsætisráðherra hafi haft íslenska hagsmuni að leiðarljósi við úrlausn slitabúanna verður hann að horfast í augu við að hæfi hans til að annast framangreind málefni var sannarlega ekki hafið yfir vafa. Þá er vandséð hvernig þögn hans um Wintris Inc. hafi verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun