Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 19:43 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi. Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi.
Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08