Erlingur Gíslason látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 09:47 Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira