Bólusett þrífast börnin best Hildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Því miður hafa greinst tilfelli mislinga í skólanum.“ Einhvern veginn svona var inntak tölvupósts frá grunnskóla sonar míns í London. Í óðagoti leitaði ég að bólusetningarskírteinum barnanna. Ég hef samviskusamlega tryggt þeim allar hefðbundnar bólusetningar. Á þessum tíma hafði dóttir mín þó ekki náð þeim aldri að vera bólusett gegn mislingum. Líkt og fjöldi annarra systkina sótti hún bróður sinn daglega í skólann. Vegna vanrækslu annarra foreldra komst hún því daglega í návígi við óbólusett börn. Börn sem reyndust með mislinga. Nýlega bárust fregnir af andláti barna í Bretlandi. Þau höfðu lotið í lægra haldi fyrir smitsjúkdómum. Harmleikur sem hefði mátt fyrirbyggja með hefðbundnum bólusetningum. Það er skaðlegur misskilningur að mannskæðir smitsjúkdómar heyri sögunni til. Góð þátttaka í bólusetningum hefur vissulega leitt af sér hjarðónæmi en sjúkdómarnir finnast víða. „Við treystum þér en við treystum ekki öðrum,“ sögðu foreldrar mínir gjarnan í uppvextinum. Það nægir víst ekki að fara varlega þegar aðrir fara óvarlega. Flest viljum við vernda börnin okkar og tökum ákvarðanir eftir bestu sannfæringu. En stundum eru ákvarðanir þess eðlis að þær varða hagsmuni annarra. Þá koma þær öðrum við. Það er full ástæða til alvörugefinnar umræðu um skyldubundnar bólusetningar. Foreldrum má ekki vera í sjálfsvald sett að taka skaðlegar ákvarðanir um líf barna sinna – allra síst þegar slíkar ákvarðanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ungbörn annarra. Í Berufjarðarkirkjugarði má finna gröf sex systkina. Á þriggja vikna tímabili árið 1862 létust þau hvert af öðru úr barnaveiki. Þau voru á aldrinum tveggja til tólf ára. Engum dugir mannsævin til að yfirstíga slíkan harmleik. Réttur til bólusetninga eru nútímaforréttindi. Það er vanvirðing við börnin í Berufirði – vanþakklæti og ábyrgðarleysi – að láta sér slík fríðindi í léttu rúmi liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Því miður hafa greinst tilfelli mislinga í skólanum.“ Einhvern veginn svona var inntak tölvupósts frá grunnskóla sonar míns í London. Í óðagoti leitaði ég að bólusetningarskírteinum barnanna. Ég hef samviskusamlega tryggt þeim allar hefðbundnar bólusetningar. Á þessum tíma hafði dóttir mín þó ekki náð þeim aldri að vera bólusett gegn mislingum. Líkt og fjöldi annarra systkina sótti hún bróður sinn daglega í skólann. Vegna vanrækslu annarra foreldra komst hún því daglega í návígi við óbólusett börn. Börn sem reyndust með mislinga. Nýlega bárust fregnir af andláti barna í Bretlandi. Þau höfðu lotið í lægra haldi fyrir smitsjúkdómum. Harmleikur sem hefði mátt fyrirbyggja með hefðbundnum bólusetningum. Það er skaðlegur misskilningur að mannskæðir smitsjúkdómar heyri sögunni til. Góð þátttaka í bólusetningum hefur vissulega leitt af sér hjarðónæmi en sjúkdómarnir finnast víða. „Við treystum þér en við treystum ekki öðrum,“ sögðu foreldrar mínir gjarnan í uppvextinum. Það nægir víst ekki að fara varlega þegar aðrir fara óvarlega. Flest viljum við vernda börnin okkar og tökum ákvarðanir eftir bestu sannfæringu. En stundum eru ákvarðanir þess eðlis að þær varða hagsmuni annarra. Þá koma þær öðrum við. Það er full ástæða til alvörugefinnar umræðu um skyldubundnar bólusetningar. Foreldrum má ekki vera í sjálfsvald sett að taka skaðlegar ákvarðanir um líf barna sinna – allra síst þegar slíkar ákvarðanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ungbörn annarra. Í Berufjarðarkirkjugarði má finna gröf sex systkina. Á þriggja vikna tímabili árið 1862 létust þau hvert af öðru úr barnaveiki. Þau voru á aldrinum tveggja til tólf ára. Engum dugir mannsævin til að yfirstíga slíkan harmleik. Réttur til bólusetninga eru nútímaforréttindi. Það er vanvirðing við börnin í Berufirði – vanþakklæti og ábyrgðarleysi – að láta sér slík fríðindi í léttu rúmi liggja.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun