„Þetta verður engin lundabúð” Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:40 Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira