Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. mars 2016 15:54 Vindaspá Veðurstofu fyrir klukkan fjögur í dag. Mynd/Veðurstofa Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi. Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi.
Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58