Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 18:59 „Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira