Flæðir yfir vegi og slitlag fýkur í burtu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 22:16 Malbik hefur fokið af við Kolgrafabrú á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm „Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær. Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
„Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær.
Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34