Innblásturinn að myndbandinum er kominn frá kvikmynd Pedro Almodóvar´Women on the Edge of a nervous breakdown'.
Listræn stjórnun og leikstjórn í höndum Auðar Ómarsdóttur og um myndatöku og klippingu sá Anni Ólafsdóttir, báðar hjá Algera studio.
Í myndbandinu sjást dansararnir Heba Eir Kjeld og Anna Kolfinna Kuran, ásamt fyrirsætunum Matthildi Matthíasdóttur og Kolfinnu Kristófersdóttur ganga og dansa um í fatnaði frá Anitu.
Tónlistina í myndbandinu gerði Siggi Sigtryggs, sem er einnig kærasti Anitu og um hár og förðun sá Beauty Director Glamour, Adda Soffía Ingvarsdóttir. Á meðan tökunum stóð myndaði Saga Sig lookbook fyrir línuna.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.