Fimm ár frá upphafi Sýrlands-stríðsins: 3,7 milljónir barna hafa fæðst í stríði Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 12:56 Eitt stærsta baráttumál UNICEF í Sýrlandi undanfarið hefur verið að tryggja börnum aðgang að menntun. Skólasókn hefur hrunið frá upphafi stríðsins, enda oft hvorki aðstaða né kennarar til staðar. Mynd/UNICEF Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09