Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 15:58 Eins og sjá má er landið illa farið á leiðinni niður á Sólheimasand. mynd/benedikt bragason og Magnús Már Byron „Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
„Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira