Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:56 Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Borgunarmálið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Borgunarmálið Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira