Treystir að Landsbankinn grípi ráðstafana til að auka traust á bankanum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:56 Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Borgunarmálið Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins treystir því að yfirstjórn Landsbankans kynni aðgerðir til að byggja upp traust á bankanum á nýjan leik fyrir aðalfund hans um miðjan næsta mánuð. Aðferðir við sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor hafi skaðað ímynd bankans. Bankasýsla ríkisins fer með hlut þess í fjármálastofnunum. Á föstudag sendi hún yfirstjórn Landsbankans bréf þar sem segir: Bankasýslan telji rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetiðþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir hana ekki ánægða með stöðu mála. Fara hefði átt með söluna á hlutabréfum bankans í Borgun og Valitor í opið ferli en ekki lokað eins og gert hafi verið. Bankasýslan sé ekki ein um þessa skoðun þar sem bankaráð Landsbankans og stjórnendur hafi komist að sömu niðurstöðu eftir söluna og breytt reglum sínum. „En hins vegar hefur þetta valdiðákveðnum skaða. Það er að segja þessi neikvæða umræða sem verið hefur, sérstaklega núna undanfarnar vikur, hefur auðvitað gert það að verkum aðþaðþarf að grípa til einhverra ráðstafana til að byggja upp aftur traust. Það er það sem viðóskum eftir að bankaráðið geri tillögur um,“ segir Lárus. Aðalfundur Landsbankans fer fram hinn 14. apríl. Á heimasíðu bankans segir í yfirlýsingu frá stjórn hans að gert sé ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á hlutabréfunum í Borgun innan fárra daga. Bankaráðið muni svara Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur sé og birta svarið opinberlega. Þá verði fjallað um málið á aðalfundi bankans. Liggur það í orðanna hljóðan að bankaráðið þurfi að hugsa sína stöðu, sem og bankastjórinn? „Það fylgja þessu engar frekari útskýringar. Við erum bara að óska eftir að til þessa verði horft. Við teljum að það sé nauðsynlegt, sérstaklega vegna þess að bankinn er í söluferli, hvort sem gengur hraðar eða hægar en áætlað var; að þá skiptir miklu máli að tryggja traust til bankans og trúverðugleika hans,“ segir Lárus. Bankasýslan hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum á þessu ári en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að áður en til sölunnar komi þurfi Landsbankinn að endurheimta traust. „Það er auðvitað ljóst að bæði þetta mál og líka pólitíkin í landinu hefur örugglega áhrif. Það styttist í kosningar og það er kannski annarra en Bankasýslunnar að meta það hvort það sé pólitískur vilji til að ráðast í þessa sölu að svo stöddu,“ segir Lárus Pálsson stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Borgunarmálið Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira