Maðurinn sem var felldur sást í garði nærri íbúðinni og var hann vopnaður. Markmið áhlaupsins var að fanga Salah Abdelsam, 26 ára Frakka, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París. Hann flúði til Belgíu skömmu eftir árásirnar, þar sem bróðir hans sprengdi sig í loft upp.
Samkvæmt frétt Sky News höfðu lögregluþjónar komið sér fyrir við inngang íbúðarinnar og var skotið á þá í gegnum hurð. Árásarmennirnir flúðu svo upp á þak hússins og komust þeir þaðan á brott.
Lögregluaðgerðin á sér stað í úthverfinu Forest, suður af miðborg Brussel.
Uppfært 20:00
Maðurinn sem var felldur af lögreglu er ekki Salah Abdelsam.