Fótbolti

Sjáðu vítaspyrnurnar í Madrid og brjálaðan fögnuð Simeone

Atlético Madrid komst í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar liðið lagði PSV Eindhoven eftir vítaspyrnukeppni.

Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar skoraði hvorugt liðið í 210 mínútur í tveimur leikjum og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Leikmenn liðanna voru ansi öflugir á vítapunktinum en fyrstu fjórtán spyrnur liðanna lágu í netinu þar til Luciano Narsingh skaut í slána fyrir PSV.

Þegar Juanfran trygggði Atlético áfram í næstu spyrnu upphófst mikill fögnuðu en enginn var jafn glaður og Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid.

Vítaspyrnukeppnina í heild sinni og fögnuð Simeone má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×