Glamour

Allt um vor-og sumartískuna í veglegri Trendhandbók Glamour

Ritstjórn skrifar
Þriðja tölublað ársins af Glamour er komið út  - tæplega 200 blaðsíður af fjölbreyttu efni. Þar á meðan sérstakur leiðarvísir um strauma og stefnur vor-og sumartískunnar - en bjartari tímar eru sem betur fer handan við hornið. 



Eitt heitasta trend ársins er persónulegur stíll og má greina það í forsíðuþættinum sem Silja Magg tók út í New York með fyrirsætunum Victoriu Brito og Chloe Norgaard, sem svo sannarlega fanga þennan stíl með stæl. Stílisti er Jessica Bobince en þetta er í annað sinn sem hún stíliserar fyrir íslenska Glamour. 

Ásamt veglegri trendhandbók í blaðinu er einnig að finna fróðlega umfjöllun um ófrjósemi þar sem kvenjúkdóma - og fæðingarlæknirinn Ingunn Jónsdóttir er tekin tali en hún er ein af aðstandendum IVF kliníkarinnar sem nýverið opnaði hér á landi. Eitt af hverjum sex pörum í heiminum glíma við vandamál tengdum ófrjósemi og kallar Ingunn meðal annars eftir vitundarvakningu meðal kvenna um frjósemisskeið sitt - og veltir meðal annars fyrir sér spurningunni hvort konur fresti barneignum of lengi í dag?

Allt sem þú þarft að vita um húðina, hönnuðir deila sínum uppáhaldshornum á heimilinu og fastir dálkar á sínum stað. 

Fróðlegt og fjölbreytt blað komið í verslanir! Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. 






×