Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2016 12:00 Vísir/Getty E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com. MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira
E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira