Óánægja með fundinn á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 13:48 Sigþór Magnússon íbúi talar í pontu en á fundinn mættu fulltrúar Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Vísir/A. Brink. Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn. Flóttamenn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn.
Flóttamenn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira