Óánægja með fundinn á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 13:48 Sigþór Magnússon íbúi talar í pontu en á fundinn mættu fulltrúar Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Vísir/A. Brink. Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Nokkur óánægja er á meðal íbúa Kjalarness eftir fund sem haldin var í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar og Rauða Krossins. Þar voru rædd málefni tengd þeim 50 hælisleitendum sem komið hefur verið fyrir á Arnarholti, gömlu meðferðarstofnuninni í bænum. „Þetta litaðist af því að þau vissu ekkert hvað þau voru að gera,“ segir Unnar Karl Halldórsson, einn íbúi Kjalarness sem sótti fundinn og segir fátt hafa verið þar um svör. Helstu umkvörtunarefni bæjarbúa voru; hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við íbúatölu, að þarna séu aðallega karlmenn, að íbúar hafi ekki verið upplýstir betur um hvað stæði til að gera á Arnarholti áður en ráðist var til aðgerða og að ekkert sé gert til þess að bæta aðstöðu hælisleitanda þar á þann hátt að þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Einnig fannst íbúum ekki vera gefin skýr svör varðandi framhaldið en þó var sagt að hugsanlega standi til að bæta fleiri hælisleitendum við hóp þeirra sem fyrir eru. „Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn og Útlendingastofnun tóku eitthvað sem þau réðu engan veginn við og hentu ábyrgðinni til okkar. Við erum ekki bara að hugsa um þetta út frá okkur, heldur líka hælisleitendum. Það er augljóst fyrir okkur að þeim hefur ekki verið kynnt neitt um samfélagið sem þeir eru nú komnir inn í. Það ætti að minnsta kosti að reyna standa við það sem talað var um í upphafi. Hugmyndin var að þeir fengju kennslu og annað. Þarna er verið að bjóða út menn eins og einhverja nautgripi til þess að geyma einhvers staðar með ekkert við að vera. Ég veit fyrir sjálfan mig að ef ég væri settur í smábæ einhvers staðar og sagt að hinkra þar í ár, þá auðvitað myndi ég fara inn í bæjarfélagið og fara eitthvað að bardúsa. Það er mannlegt eðli. Þeim vantar eitthvað að gera“.Íbúar Kjalarnes fjölmenntu á fundinn en hælisleitendur voru ekki boðaðir.Visir/A. Brink.Menningarlegir árekstrarNokkuð hefur verið um menningarlega árekstra síðan hælisleitendum var komið fyrir á Arnarholti en ekkert mál vegna þessa hefur ratað inn á borð lögreglu. Helsta umkvörtunarefni þar var að einn hælisleitenda á að hafa tekið ljósmyndir af einni starfsstúlku leikskólans og elt aðra heim. Einnig hefur skapast spenna varðandi sundlaug staðarins og strætisvagn. Þegar þessi mál voru rædd fannst íbúum þær lausnir sem boðið var ófullnægjandi. „Það var talað um að bæta við starfsmanni í sundlaugina og svo spurt hvort við gætum ekki safnað börnunum okkar saman í hóp þegar þau þyrftu að taka strætó“. Unnar tekur fram að kvörtunarefni íbúa Kjalarnes hafi ekkert með kynþáttafordóma að gera. Ekki náðist í þá fulltrúa Útlendingastofnunnar, Reykjavíkurborgar eða Rauða Krossins sem sóttu fundinn.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira