Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætlar að áfrýja sex ára banninu sem hann var úrskurðaður í vegna spillingarmála. Hann má ekki hafa afskipti af fótbolta næstu sex árin.
Blatter ætlar með málið fyrir íþróttadómstólinn en forsetatíð hans hjá FIFA lauk formlega á dögunum þegar Gianni Infantino var kosinn nýr forseti sambandsins.
FIFA gaf svo út launatölur Blatters í dag samvæmt regluverki nýs stjórnskipulags sambandsins en þar kemur fram að Svisslendingurinn fékk 465 milljónir króna í árslaun.
FIFA tapaði 84 milljónum punda eða 15 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári. Sambandið útskýrir tapreksturinn með ófyrirséðum kostnaði sem kom til vegna óvenjulegra aðstæðna.
Blatter fékk 465 milljónir króna í árslaun | Áfrýjar banninu

Tengdar fréttir

FIFA: Suður-Afríka greiddi rúman milljarð fyrir HM 2010
Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur kært fyrrum embættismenn sambandsins fyrir að þiggja mútur

Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn
Nýkjörinn forseti Alþjóðaknattpsyrnusambandsins var hrærður eftir að hann var kjörinn í dag.

Bann Platini og Blatter stytt
Töpuðu samt máli sínu fyrir áfrýjunarrétti Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Húsleit hjá franska knattspyrnusambandinu vegna Blatter
Rannsókn um greiðsluna sem felldi bæði Sepp Blatter og Michel Platini í fullum gangi.

Platini harðorður: Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að ég yrði forseti FIFA
Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA og Michel Platini, fráfarandi forseti UEFA, varð ekki mikið ágengt í áfrýjun sinni vegna bann frá allri aðkomu að knattspyrnu næstu árin.