Húsbílamálið: Smyglaði fíkniefnum til Íslands eftir að hafa verið kennt um að kannabisræktun fór úrskeiðis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2016 11:30 Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð. Vísir Barry van Tuijl, 46 ára hollenskur ríkisborgari, sem í gær var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust, samþykkti að ferðast hingað til lands með fíkniefni eftir að hafa verið kennt um að ræktun kannabis í Hollandi fór úrskeiðis. Var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Gat hann ekki greitt skuldina og samþykkti að smygla fíkniefnum hingað til lands til þess að losna við skuldina. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Barry sem féll í gær. Kona hans var einnig ákærð í málinu en sýknuð vegna þess að ekki þótti sýnt fram á að hún hafi haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust um borð í húsbíl þeirra eftir að þau komu hingað til lands með Norrænu þann 8. september sl.Sjá einnig: Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnumÍ húsbíl þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna sem falið var í niðursuðudósum, varadekki og tveimur gaskútum. Alls fundust 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar en áætla má að götuvirði efnanna sé hátt í milljarður íslenskra króna.Efnin sem fundust í bílnum.Vísir/GVASamþykkti að fara í ferðina til að vinna í sambandinuSamkvæmt framburði Barry kemur fram að í aðdraganda ferðarinnar hafi ýmislegt farið úrskeiðis við ræktun kannabis í Hollandi. Var honum kennt um það og í kjölfarið var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Barry vann á þessum tíma að stofnun fyrirtækis og taldi sig geta greitt skuldina. Þegar í ljós kom að hann gæti ekki greitt skuldina var honum og fjölskyldu hans hótað. Samþykkti hann að ferðast til Íslands með fíkniefni gegn því að losna undan skuldinni.Sjá einnig: Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til ÍslandsÞeir sem fengu Barry til þess að ferðast með fíkniefnin til Íslands vildu þó ekki að hann færi einn. Einn maður á ferðalagi í húsbíl væri grunsamlegt og ótrúverðugt. Því hafi þeir krafist þess að Barry tæki konu sína með sér. Samþykkti hún að koma með í ferðina og við skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi sagði hún að henni hefði þótt það góð hugmynd að fara í frí með manni sínum til þess að vinna í sambandinu sem hafði ekki verið upp á sitt besta.Lögreglan hér heima fékk ekki upptökur frá Belgíu vegna hryðjuverkanna í ParísFör parsins hófst í Belgíu en þaðan óku þau húsbílnum um Holland og Þýskaland, þaðan til Danmerkur þar sem þau tóku Norrænu til Íslands. Í Belgíu fóru þau í verslanir og nýtti Barry tækifærið til þess að hitta mennina sem fengið höfðu hann til að fara til Íslands. Var það gert án vitneskju konunnar og gat Barry falið fíkniefnin í húsbílnum á meðan konan verslaði. Verjendur parsins gagnrýndu við málflutning málsins þá staðreynd að lögregluyfirvöld hér á landi hafi ekki reynt að setja upp tálbeituaðgerð til þess að reyna að ná þeim sem taka áttu á móti fíkniefnunum hér á landi. Sá sem stýrði rannsókn málsins hér á landi sagði fyrir dómi að fjölmiðlar hefðu greint frá málinu í hádeginu daginn eftir komu parsins til landsins og því hafi möguleikinn á tálbeituaðgerð orðið ónýtur.Sjá einnig: Fíkniefni á hundruð milljónaÞá hafi lögregla freistað þess að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá verslunarmiðstöðinni í Belgíu þar sem Barry tók á móti fíkniefnunum. Var réttarbeiðni þess efnis sent lögregluyfirvöldum í Belgíu sem síðar gaf þær upplýsingar að erindinu yrði ekki sinnt vegna hryðjuverkaárásanna í París sem áttu sér stað í nóvember þegar rannsókn málsins stóð yfir. Barry játaði sök að öllu leyti nema að hann kvaðst einn hafa verið fenginn til verksins og að kona hans hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Konan neitaði sök. Í dómi Hérðaðsdóms segir að enginn vitnisburður né gögn tengi hana við málið með þeim hætti að ætla megi að hún hafi tekið þátt í brotinu. Var hún því sýknuð en Barry dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi. Tengdar fréttir Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Barry van Tuijl, 46 ára hollenskur ríkisborgari, sem í gær var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust, samþykkti að ferðast hingað til lands með fíkniefni eftir að hafa verið kennt um að ræktun kannabis í Hollandi fór úrskeiðis. Var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Gat hann ekki greitt skuldina og samþykkti að smygla fíkniefnum hingað til lands til þess að losna við skuldina. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Barry sem féll í gær. Kona hans var einnig ákærð í málinu en sýknuð vegna þess að ekki þótti sýnt fram á að hún hafi haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust um borð í húsbíl þeirra eftir að þau komu hingað til lands með Norrænu þann 8. september sl.Sjá einnig: Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnumÍ húsbíl þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna sem falið var í niðursuðudósum, varadekki og tveimur gaskútum. Alls fundust 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar en áætla má að götuvirði efnanna sé hátt í milljarður íslenskra króna.Efnin sem fundust í bílnum.Vísir/GVASamþykkti að fara í ferðina til að vinna í sambandinuSamkvæmt framburði Barry kemur fram að í aðdraganda ferðarinnar hafi ýmislegt farið úrskeiðis við ræktun kannabis í Hollandi. Var honum kennt um það og í kjölfarið var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Barry vann á þessum tíma að stofnun fyrirtækis og taldi sig geta greitt skuldina. Þegar í ljós kom að hann gæti ekki greitt skuldina var honum og fjölskyldu hans hótað. Samþykkti hann að ferðast til Íslands með fíkniefni gegn því að losna undan skuldinni.Sjá einnig: Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til ÍslandsÞeir sem fengu Barry til þess að ferðast með fíkniefnin til Íslands vildu þó ekki að hann færi einn. Einn maður á ferðalagi í húsbíl væri grunsamlegt og ótrúverðugt. Því hafi þeir krafist þess að Barry tæki konu sína með sér. Samþykkti hún að koma með í ferðina og við skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi sagði hún að henni hefði þótt það góð hugmynd að fara í frí með manni sínum til þess að vinna í sambandinu sem hafði ekki verið upp á sitt besta.Lögreglan hér heima fékk ekki upptökur frá Belgíu vegna hryðjuverkanna í ParísFör parsins hófst í Belgíu en þaðan óku þau húsbílnum um Holland og Þýskaland, þaðan til Danmerkur þar sem þau tóku Norrænu til Íslands. Í Belgíu fóru þau í verslanir og nýtti Barry tækifærið til þess að hitta mennina sem fengið höfðu hann til að fara til Íslands. Var það gert án vitneskju konunnar og gat Barry falið fíkniefnin í húsbílnum á meðan konan verslaði. Verjendur parsins gagnrýndu við málflutning málsins þá staðreynd að lögregluyfirvöld hér á landi hafi ekki reynt að setja upp tálbeituaðgerð til þess að reyna að ná þeim sem taka áttu á móti fíkniefnunum hér á landi. Sá sem stýrði rannsókn málsins hér á landi sagði fyrir dómi að fjölmiðlar hefðu greint frá málinu í hádeginu daginn eftir komu parsins til landsins og því hafi möguleikinn á tálbeituaðgerð orðið ónýtur.Sjá einnig: Fíkniefni á hundruð milljónaÞá hafi lögregla freistað þess að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá verslunarmiðstöðinni í Belgíu þar sem Barry tók á móti fíkniefnunum. Var réttarbeiðni þess efnis sent lögregluyfirvöldum í Belgíu sem síðar gaf þær upplýsingar að erindinu yrði ekki sinnt vegna hryðjuverkaárásanna í París sem áttu sér stað í nóvember þegar rannsókn málsins stóð yfir. Barry játaði sök að öllu leyti nema að hann kvaðst einn hafa verið fenginn til verksins og að kona hans hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Konan neitaði sök. Í dómi Hérðaðsdóms segir að enginn vitnisburður né gögn tengi hana við málið með þeim hætti að ætla megi að hún hafi tekið þátt í brotinu. Var hún því sýknuð en Barry dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi.
Tengdar fréttir Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17