Höfðu betur í lekamáli Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. Vísir/Vilhelm Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. Flóttamenn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum.
Flóttamenn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira