Barclays banki tapaði 394 milljónum punda, jafnvirði 70,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Tapaði má að stærstu leyti rekja til lögfræðikostnaðar og sekta sem námu 4,3 milljörðum punda, eða 770 milljörðum króna.
Barclays ætlar að selja bankastarfsemi sína í Afríku og verður fyrirtækinu skipt upp í tvo hluta, Barclays UK og Barclays Corporate and International, fyrir árið 2019. Annar hlutinn mun snúast um bankastarfsemina í Bretlandi og hinn um alþjóðabankastarfsemi og fjárfestingar.
Barclays er með 12 milljón viðskiptavina í tólf Afríkulöndum.
Barclays tapaði rúmum 70 milljörðum

Tengdar fréttir

Sektaðir um 20 milljarða
Bankarnir Barclays og Credit Suisse hafa verið sektaðir um 108 milljónir punda, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna.

100 þúsund bankamenn misstu vinnuna á árinu
Fyrrverandi forstjóri Barclays telur að smáforrit og önnur tækni gætu leyst helming bankastarfsmanna af hólmi á næstu tíu árum.