Ekki bugast vegna órökrétts ótta Lars Christensen skrifar 2. mars 2016 10:00 Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun