Mikil tækifæri í ævintýraferðamennsku Sæunn Gísladóttir skrifar 2. mars 2016 14:00 Þörf er á aukinni fjárfestingu í ævintýraferðamennsku á Íslandi að mati Cote-Valiquette. vísir/Vilhelm „Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira