Mikil tækifæri í ævintýraferðamennsku Sæunn Gísladóttir skrifar 2. mars 2016 14:00 Þörf er á aukinni fjárfestingu í ævintýraferðamennsku á Íslandi að mati Cote-Valiquette. vísir/Vilhelm „Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira