Fótbolti

Dagný: Ekki klukka á vellinum þannig ég vissi ekki hvað var mikið eftir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær þegar hún skoraði sigurmarkið, 2-1, í uppbótartíma.

Dagný kom inn af bekknum fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og tryggði stelpunum okkar þrjú stig á lokastundu.

„Það er alltaf mjög gaman að skora sigurmarkið. Þar sem það er ekki klukka á vellinum þannig maður vissi ekki hvað var mikið eftir en alltaf gaman að skora mark í uppbótartíma,“ sagði Dagný í viðtali við SportTV eftir leikinn.

Aðspurð hvort meiðsli hefðu verið þess valdandi að hún byrjaði á bekknum sagði Dagný svo ekki vera.

Sjáðu mörkin sem stelpurnar skoruðu í gær:


„Ég er spræk. Hann [Freyr Alexandersson] er bara mikið að rótera hópnum og gefa öllum tækifæri. Ég byrjaði á bekknum í þetta skiptið en vonandi fæ ég að byrja seinna í mótinu.“

Gunnhildur Yrsa fékk tækifærið í hennar stað og nýtti það vel. Stjörnukonan fyrrverandi skoraði fyrra mark leiksins.

„Hún stóð sig mjög vel. Henni var alls ekki skipt út af því hún var léleg heldur er bara verið að leyfa öllum að spila. Vonandi hélt ég gæðunum uppi þegar við skiptum,“ sagði Dagný og brosti.

Markmið íslenska liðsins er að vinna mótið: „Við eigum góðan séns á því. Við erum að spila við góðar þjóðir en ef við mætum klárar í alla leikina þá eigum við fullan séns á því að komast í úrslitin fyrst við fengum þrjú stig í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við SportTV.


Tengdar fréttir

Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×