William H. Macy er sannfærður um að hann væri frábær talsmaður í auglýsingu.Vísir
Tæknirisinn Samsung birti nýverið þrjár auglýsingar fyrir nýja síma sem hafa fallið vel í kramið. Auglýsingarnar voru frumsýndar í óskarsverðlaunaútsendingunni og innihalda þó nokkrar fræga leikara. Má þar meðal annars nefna William H. Macy, WesleySnipes og LilWayne.
Auglýsingarnar þrjár heita: Why?, Water og The Dark.
Leikarinn Josh Brolin talaði svo inn á seinni tvær auglýsingarnar. Þær fjalla annars vegar um myndavél símans og um vatnsþol hans hins vegar.