Heimskur er heimaalinn Hugleikur Dagsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Um daginn rakst ég á nýja læksíðu frá samtökum sem kalla sig Hermenn Óðins. Yfir 500 lækarar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með jafn litla heila og þeir eru með getnaðarlimi. Líka konurnar. Þetta er svona fólk sem notar orð eins og þjóðarstolt í staðinn fyrir útlendingahatur. Og hatur er ekki einu sinni rétta orðið, því þetta er bara ótti. Yoda sagði: „Fear leads to anger, anger leads to hate.“ Hatur er í raun blanda af ótta og heimsku. Ég mun ekki valda neinum usla ef ég kalla Hermenn Óðins heimska, hrædda karlpunga. Líka konurnar. En hvað er heimska? Orðið er dregið af orðinu „heima“. Sá sem fer aldrei út. Sá sem felur sig bakvið gluggatjöldin og lætur sjónvarpið mata sig á ruslfæði upplýsingaaldarinnar. Þeir halda að vonda brúna fólkið ætli að gera innrás og borða börnin þeirra. Hættu aldrei að trúa á Grýlu. Ég er ekki að segja að þeir fari aldrei til útlanda. Nokkrir þeirra hafa örugglega dansað illa á diskóteki á Tenerife. Eða gubbað á gangstétt í Köben. En það er ekki nóg. Sem trúarbragðanörd, blöskrar mér titill hópsins. Óðinn ferðaðist útum allt. Hann fræddist um framandi menningarheima. Hann bauð útlendingum í heimsókn. En sem grínisti, aftur á móti, er ég þakklátur fyrir þetta fólk. Því að svona fólk er eini minnihlutahópurinn sem má gera grín að. Sem ég reyndar benti þeim á í skilaboðum á veggnum þeirra. Þeir bentu mér á ég ætti reyndar nokkra Fb vini í grúppunni. Ég benti þeim á að það væru annaðhvort íronískir hipsterar í leit að aðhlátursefni eða fólk sem datt oft á hausinn í æsku. Þá eyddu þeir skilaboðum mínum. Þá skrifaði ég ný skilaboð sem sögðu „Hey afhverju eydduði þessu? Ég var fyndið og allt!“. Þeir eyddu því líka. Þannig að hér er ég. Reynið að eyða þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Um daginn rakst ég á nýja læksíðu frá samtökum sem kalla sig Hermenn Óðins. Yfir 500 lækarar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með jafn litla heila og þeir eru með getnaðarlimi. Líka konurnar. Þetta er svona fólk sem notar orð eins og þjóðarstolt í staðinn fyrir útlendingahatur. Og hatur er ekki einu sinni rétta orðið, því þetta er bara ótti. Yoda sagði: „Fear leads to anger, anger leads to hate.“ Hatur er í raun blanda af ótta og heimsku. Ég mun ekki valda neinum usla ef ég kalla Hermenn Óðins heimska, hrædda karlpunga. Líka konurnar. En hvað er heimska? Orðið er dregið af orðinu „heima“. Sá sem fer aldrei út. Sá sem felur sig bakvið gluggatjöldin og lætur sjónvarpið mata sig á ruslfæði upplýsingaaldarinnar. Þeir halda að vonda brúna fólkið ætli að gera innrás og borða börnin þeirra. Hættu aldrei að trúa á Grýlu. Ég er ekki að segja að þeir fari aldrei til útlanda. Nokkrir þeirra hafa örugglega dansað illa á diskóteki á Tenerife. Eða gubbað á gangstétt í Köben. En það er ekki nóg. Sem trúarbragðanörd, blöskrar mér titill hópsins. Óðinn ferðaðist útum allt. Hann fræddist um framandi menningarheima. Hann bauð útlendingum í heimsókn. En sem grínisti, aftur á móti, er ég þakklátur fyrir þetta fólk. Því að svona fólk er eini minnihlutahópurinn sem má gera grín að. Sem ég reyndar benti þeim á í skilaboðum á veggnum þeirra. Þeir bentu mér á ég ætti reyndar nokkra Fb vini í grúppunni. Ég benti þeim á að það væru annaðhvort íronískir hipsterar í leit að aðhlátursefni eða fólk sem datt oft á hausinn í æsku. Þá eyddu þeir skilaboðum mínum. Þá skrifaði ég ný skilaboð sem sögðu „Hey afhverju eydduði þessu? Ég var fyndið og allt!“. Þeir eyddu því líka. Þannig að hér er ég. Reynið að eyða þessu.