Hamilton: Formúla 1 í ólagi og stefnulaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:00 Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso. Formúla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að íþróttin sé í ólagi nú þegar verið er að reyna ákveða reglur fyrir næstu tvö árin. Hann hefur gagnrýnt sumar breytingarnar opinberlega og þá sérstaklega nýja Halo-kerfið sem á að verja ökuþóra frá því að fá í sig leifar úr öðrum bílum. „Nei! Þetta er ljótasta breyting í sögu Formúlu 1. Ég kann að meta að það sé hugsað um öryggi okkar en þetta er Formúla 1 og þetta er fínt eins og þetta er núna,“ skrifaði Hamilton við mynd af nýja varnarkerfinu sem sett er fyrir framan ökumannsklefann. Please no! This is the worst looking mod in Formula 1 history. I appreciate the quest for safety but this is formula 1, and the way it is now is perfectly fine. A photo posted by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Mar 3, 2016 at 1:15pm PSTAðspurður af blaðamönnum í gær hvort hann telji Formúlu 1 í ólagi og hún sé stefnulaus og óheilbrigð svaraði heimsmeistarinn: „Þetta fyrsta tvennt sem þú nefndir. Ég vil ekki segja of mikið en ég er sammála því.“ Fleiri breytingar eins og með tímatökur hafa ollið miklu fjaðrafoki en aðspurður um þær á dögunum sagði Fernando Alonso, ökumaður McLaren: „Þetta er sorglegt.“ Hann bætti við: „Ef ég væri íþróttamaður í annarri íþrótt myndi ég vera hissa á því sem er að gerast í Formúlu 1.“ „Allir vinir mínir á Spáni vilja bara horfa á baráttu á brautinni, stóra bíla, stór dekk, mikinn hávaða og njóta keppninnar eins og í öðrum íþróttum. Við verðum að einfalda þessar reglur,“ sagði Fernando Alonso.
Formúla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira