Chicharito: Sir Alex er mér mjög mikilvægur og við höldum enn sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:30 Javier Hernández raðar inn mörkum í Þýskalandi. vísir/getty Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira