Heimir Örn býður sig fram til forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 08:45 Heimir Örn Hólmarsson Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Heimir greinir frá framboði sínu í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun en þar kemur meðal annars fram að Heimir telur að forsetinn verði að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þá eigi hann jafnframt að beita sér í forvörnum. Auk Heimis hafa meðal annars þau Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir tilkynnt um framboð sitt til forseta. Tilkynningu Heimis má lesa í heild sinni hér að neðan:Nú fer að líða að forsetakosningum og fólk þarf að gera upp við sig hvaða kosti það vill sjá í nýjum forseta.Íslendingar þurfa á forseta að halda sem beitir sér enn frekar fyrir uppbyggingu innviða Íslands og er leiðandi afl innan íslensks samfélags. Forseti verður að vera traustur leiðtogi og sýnilegur á mikilvægum viðburðum þjóðarinnar. Þegar erfiðleikar steðja að íslensku samfélagi á hann að vera leiðandi afl skynsemi og rökhyggju.Forsetinn á að beita sér í forvörnum og það er mikilvægt að hann styðji vel við þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu undanfarin misseri.Forsetinn skal jafnframt sinna skyldum sínum á erlendri grundu og vera góð fyrirmynd Íslendinga út á við. Hann þarf að sinna opinberum heimsóknum en um leið er hann talsmaður lands og þjóðar og á að beita sér í landkynningu, kynningu menningar og lista sem og efla atvinnustarfssemi Íslendinga.Við staðfestingu lagafrumvarpa þarf forseti að vera traustur öryggisventill og gæta hagsmuna heildarinnar. Forseta ber jafnframt að taka tillit til þjóðarinnar.Það er von mín að þetta sé sú mynd sem þú hefur af embætti forseta Íslands og að þetta séu þær kröfur sem þú gerir til þess einstaklings sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Jafnframt er það von mín að þú hafir þetta í huga þegar þú tekur ákvörðun þann 25. júní næstkomandi.Þær kröfur sem ég hef sett hér fram hafa verið mér afar hugleiknar undanfarin ár þar sem þetta eru þær kröfur sem ég hef einsett mér að standa undir. Ég hef engin virk tengsl við stjórnmála- eða fjármálaöfl, er kunnugur helstu greiningum sem gerðar eru við flókin verkefni, ég hef brennandi áhuga á hagsmunum Íslands og íslenskri menningu. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarskyldum, t.d. sem trúnaðarmaður, með setu í stjórn stéttarfélags míns og sem fulltrúi í samninganefndum, enda skipta hagsmunir almennings mig miklu máli. Ég vil auk þess vera ungu kynslóðinni góð fyrirmynd.Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ég hef starfað í fluggeiranum í 10 ár í störfum sem hafa í senn verið tæknilega og lagalega krefjandi og öðlast þaðan töluverða reynslu á alþjóðavettvangi.Ég er rólegur og yfirvegaður í fasi, er góður í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna með fólki. Ég er fljótur að tileinka mér nýja þekkingu, afar metnaðargjarn og skipulagður í þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Gæði, öryggi og skipulag eru mér ofarlega í huga þegar kemur að vinnuumhverfi en þegar snýr að mannlega þættinum eru réttlæti, sanngirni og umburðarlyndi þau megingildi sem eru mér hugfangin.Að þessu sögðu vil ég bjóða fram þjónustu mína og býð mig því hér með fram til forseta Íslands 2016.Hægt er að fara á www.xheimir.is til að kynna sér framboðið betur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira