Peyton Manning tilkynnir á morgun að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 14:38 Peyton Manning fagnar titlinum í síðasta mánuði. Vísir/Getty Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari. NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari.
NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28
Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30
Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45
Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10