Var það tilkynnt eftir haust og vetrar sýningu Chanel 2016/2017.
Hin fimmtán ára gamla, fjölhæfa Willow bætist þar með í hóp með Lily-Depp Rose, Kristen Stewart og Blake Lively. Ekki hefur verið gefið út hvert fyrsta verkefni Willow fyrir Chanel verður.
Er þetta ekki fyrsta tískuverkefni Willow en í fyrra sat hún fyrir í auglýsingaherferð hjá Marc Jacobs.
Hún hefur einnig gert það gott í tónlistarheiminum og er eitt þekktasta lag hennar Whip My Hair sem hún gaf út aðeins tíu ára gömul og í desember í fyrra gaf hún út plötu.