Aston Martin velur heimalandið til smíði DBX jeppans Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:38 Aston Martin DBX jeppinn verður smíðaður á heimaslóðum í Wales. Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent