Aston Martin velur heimalandið til smíði DBX jeppans Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:38 Aston Martin DBX jeppinn verður smíðaður á heimaslóðum í Wales. Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent
Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent