Aston Martin velur heimalandið til smíði DBX jeppans Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2016 10:38 Aston Martin DBX jeppinn verður smíðaður á heimaslóðum í Wales. Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent
Astin Martin hefur lengi velt fyrir sér að velja Alabama ríki í Bandaríkjunum til smíði nýs jeppa síns, DBX. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku þó nýverið ákvörðun um að smíðin færi fram í heimalandinu Bretlandi. Bíllinn verður byggður í Wales í gamalli hergagnaverksmiðju í St. Athan sem breytt verður til smíði bílsins. Aston Martin hefði þurft að byggja nýja verksmiðju í Alabama og ráðamenn þar vildu ólmir fá Aston Martin til að smíða bílinn þar og buðu ýmsar fyrirgreiðslu svo það mætti verða. Aston Martin valdi hinsvegar heimavöllinn til að spara sér tíma og koma jeppanum fyrr á markað. Aston Martin mun einnig smíða Lagonda bíl sinn í verksmiðjunni í Wales. Ein af ástæðunum fyrir því að Aston Martin huggðist smíða DBX jeppann í Bandaríkjunum er að þar finnast margir kaupendur af svo dýrum og flottum bíl. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent