Dökkar varir, vínyl efni í svörtu, rauðu og bláu, sportleg snið, berar axlir og jakkar sem teknir voru saman í mittið voru áberandi.
Litlar handtöskur með glitrandi kögri sáust í bland við klassísku Louis Vuitton töskurnar. Einna mesta athygli vöktu þó skórnir, uppreimuð boots, með grófum botni og háum þykkum hæl. Fullkomið til að pæjast í snjónum næsta vetur.
Litapallettan á sýningunni, sviðið sem klætt var spegla kristöllum og bláa lýsingin gerðu sýninguna að flottri heild.







