Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ingvar Haraldsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið. Búvörusamningar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið.
Búvörusamningar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira