Viðskipti erlent

Volvo endurkallar 59.000 bíla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sænski bílaframleiðandinn hefur látið innkalla ákveðna tegundir af Volvo-bílum vegna galla.
Sænski bílaframleiðandinn hefur látið innkalla ákveðna tegundir af Volvo-bílum vegna galla. vísir/getty
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur endurkallað 59.000 bíla vegna galla sem finna má í ákveðnum gerðum af Volvo-bílum.

Gallinn lýsir sér þannig að bæði vél og rafmagnskerfi bílanna getur slökkt án sér án fyrirvara á meðan ekið er. Gallinn finnst í Volvo-bílum úr 60 og 70 gerð þeirra sem eru með fimm strokka díesel-vél og hafa verið framleiddir frá miðju síðasta ári.

Talsmaður Volvo segir að engin slys megi rekja til gallans en bæði vélin og rafmagnskerfi bílsins ræsa sig aftur hið snarasta eftir að þau slökkva á sér. 

Talið er að um helmingur þeirra bíla sem um ræðir megi finna í Svíþjóð en Volvo segir að eigendur þeirra bíla sem um ræðir munu geta látið lagað gallann sér að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×