Von á stormi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 09:15 Búast má við stormi Suðaustanlands í dag. Vísir/Vilhelm Íbúar Suðaustanlands mega búast við stormi allvíða undir Vatnajökli sem og sunnanverðum Austfjörðum í dag. Þá verður hvöss norðanátt, sjókoma og skafrenningur um landið norðanvert framan af degi en þurrt og bjart veður sunnanlands. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, fyrst vestast. Veðrið á morgun verður nokkuð skaplegt en undanskilið er norðausturhornið, þar verður allhvöss norðvestanátt og él. Heldur kólnar í veðri, en engu að síður er farið að örla á dálítilli dægursveiflu í hitanum þegar sólar nýtur, enda hækkar hún á lofti með hverjum deginum sem líður. Þá er vegurinn um Holtavörðuheiði enn lokaður vegna veðurs auk þess sem að lokað er um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða. Einnig er lokað um Mosfellsheiði og Holtavörðuheiði vegna veðurs.Færð og aðstæðurHálka og óveður er á Kjalarnesi og lokað er um Mosfellsheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Sandskeiði en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum en þó snjóþekja sumstaðar í uppsveitum. Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en þó er lokað um Holtavörðuheiði og ófært er um Bröttubrekku, unnið er að hreinsun. Á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði og fyrir nes en þæfingsfærð er á Vatnaleið og unnið er að hreinsun, þá er hálka og óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Snjóþekja og skafrenningur er á Hálfdán, Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Lokað er um Súðavíkurhlíð. Snjóþekja eða þæfingur ásamt skafrenning eða snjókomu er á flestum leiðum á Norðurlandi. Ófært er á Vatnsskarði en unnið er að opnun, einnig er ófært um Þverárfjall og þæfingsfærð er á bæði Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Á Austurlandi er ófært um Möðrudalsöræfi og þungfært í Jökuldal, þá er þungfært á Fjarðarheiði þar sem einnig er stórhríð. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum. Autt er að mestu með suðaustur ströndinni en þó hálkublettir á köflum. Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Íbúar Suðaustanlands mega búast við stormi allvíða undir Vatnajökli sem og sunnanverðum Austfjörðum í dag. Þá verður hvöss norðanátt, sjókoma og skafrenningur um landið norðanvert framan af degi en þurrt og bjart veður sunnanlands. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, fyrst vestast. Veðrið á morgun verður nokkuð skaplegt en undanskilið er norðausturhornið, þar verður allhvöss norðvestanátt og él. Heldur kólnar í veðri, en engu að síður er farið að örla á dálítilli dægursveiflu í hitanum þegar sólar nýtur, enda hækkar hún á lofti með hverjum deginum sem líður. Þá er vegurinn um Holtavörðuheiði enn lokaður vegna veðurs auk þess sem að lokað er um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða. Einnig er lokað um Mosfellsheiði og Holtavörðuheiði vegna veðurs.Færð og aðstæðurHálka og óveður er á Kjalarnesi og lokað er um Mosfellsheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Sandskeiði en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum en þó snjóþekja sumstaðar í uppsveitum. Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en þó er lokað um Holtavörðuheiði og ófært er um Bröttubrekku, unnið er að hreinsun. Á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði og fyrir nes en þæfingsfærð er á Vatnaleið og unnið er að hreinsun, þá er hálka og óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Snjóþekja og skafrenningur er á Hálfdán, Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Lokað er um Súðavíkurhlíð. Snjóþekja eða þæfingur ásamt skafrenning eða snjókomu er á flestum leiðum á Norðurlandi. Ófært er á Vatnsskarði en unnið er að opnun, einnig er ófært um Þverárfjall og þæfingsfærð er á bæði Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Á Austurlandi er ófært um Möðrudalsöræfi og þungfært í Jökuldal, þá er þungfært á Fjarðarheiði þar sem einnig er stórhríð. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum. Autt er að mestu með suðaustur ströndinni en þó hálkublettir á köflum.
Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira