Viðskipti erlent

Deutsche Bank og Credit Suisse tilkynna uppsagnir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Evrópsku bankarnir, Deutsche Bank og Credit Suisse, tilkynntu í dag um uppsagnir. Deutsche Bank mun segja upp 75 manns, en Credit Suisse 200. Illa hefur gengið hjá bönkunum frá áramótum og hefur gengi hlutabréfa þeirra hrunið.

Deutsche Bank mun segja upp 75 manns í alþjóðamarkaðs deild sinni í London og New York. Credit Suisse mun segja upp 200 manns í alþjóðamarkaðs deild sinni í London sem er tæplega helmingur starfsmanna deildarinnar. Credit Suisse sagði einnig upp hundrað starfsmönnum síðasta haust.

Sjá einnig: Hlutabréf banka hafa hrunið frá janúar

Deutsche Bank tilkynnti í síðasta mánuði um 7,4 milljarða dollara, eða 950 milljarða króna, tap á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Stormasamt upphaf viku á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréf víðsvegar um heiminn lækkuðu á mánudag og þriðjudag. Á mánudaginn hrundu hlutabréf á evrópskum mörkuðum. Nikkei 225 hlutabréfavísitalan í Japan féll í kjölfarið um 5,4 prósent eða um 918,86 stig í gær. Ljóst er því að vikan byrjar illa á hlutabréfamörkuðum.

Markaðir erlendis að taka við sér á ný

Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×