Styðjum endurreisn Kára Kristinn H. Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2016 00:00 Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun