Telja svínað á sér Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2016 13:56 Vísir/Auðunn Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum. Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23
Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00