Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íslenski geitarstofninn er í útrýmingarhættu en það skuldbindur stjórnvöld til að styðja sérstaklega við hann í nýjum búvörusamningum. Fimmtán milljónir á ári renna til geitfjárræktar. vísir/vilhelm „Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00