Hrista upp í lækunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 14:00 Vísir/Getty Facebook ætlar að hrista upp í „like“ takkanum á næstu dögum. Auk læktakkans munu notendur samfélagsmiðilsins nú geta fimm mögulegar hreyfimyndir til að gefa skoðun sína á viðfangsefninu til kynna. Viðbótin heitir Reactions og er niðurstaða mikilla rannsókna. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins hafa vandað vel til verks og vilja forðast það að gera nethrottum auðvelt að níðast á fólki. Lengi hefur verið beðið um fleiri möguleika en þumalinn, en Facebook varði um ári í rannsóknir á nýju möguleikunum. Auk þumalsins er nú hægt að velja hjarta(love), hlæjandi broskarl, mjög svo agndofa broskarl, grátandi broskarl og reiðan broskarl. Hér að neðan má sjá hreyfimyndir af möguleikunum. Til þess að fá valmöguleikana upp þarf að halda músinni kyrri yfir læktakkanum í smá stund.Notkun Facebook hefur að miklu leyti færst úr tölvum yfir í snjalltæki og þykja nýju möguleikarnir henta betur þar. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu að í byrjun muni algóriþmi fréttaveitu Facebook keyra með sama hætti og allir möguleikarnir munu vera túlkaðir sem læk. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook ætlar að hrista upp í „like“ takkanum á næstu dögum. Auk læktakkans munu notendur samfélagsmiðilsins nú geta fimm mögulegar hreyfimyndir til að gefa skoðun sína á viðfangsefninu til kynna. Viðbótin heitir Reactions og er niðurstaða mikilla rannsókna. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins hafa vandað vel til verks og vilja forðast það að gera nethrottum auðvelt að níðast á fólki. Lengi hefur verið beðið um fleiri möguleika en þumalinn, en Facebook varði um ári í rannsóknir á nýju möguleikunum. Auk þumalsins er nú hægt að velja hjarta(love), hlæjandi broskarl, mjög svo agndofa broskarl, grátandi broskarl og reiðan broskarl. Hér að neðan má sjá hreyfimyndir af möguleikunum. Til þess að fá valmöguleikana upp þarf að halda músinni kyrri yfir læktakkanum í smá stund.Notkun Facebook hefur að miklu leyti færst úr tölvum yfir í snjalltæki og þykja nýju möguleikarnir henta betur þar. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu að í byrjun muni algóriþmi fréttaveitu Facebook keyra með sama hætti og allir möguleikarnir munu vera túlkaðir sem læk.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira