Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins hafa vandað vel til verks og vilja forðast það að gera nethrottum auðvelt að níðast á fólki. Lengi hefur verið beðið um fleiri möguleika en þumalinn, en Facebook varði um ári í rannsóknir á nýju möguleikunum.
Auk þumalsins er nú hægt að velja hjarta(love), hlæjandi broskarl, mjög svo agndofa broskarl, grátandi broskarl og reiðan broskarl. Hér að neðan má sjá hreyfimyndir af möguleikunum.
Til þess að fá valmöguleikana upp þarf að halda músinni kyrri yfir læktakkanum í smá stund.