Íslenski boltinn

Aldís Kara aftur í FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða FH
Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur gert tveggja ára samning við FH en það kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

Aldís Kara er framherji og var á mála hjá FH frá 2007 til 2012 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks. Hún á alls að baki 74 leiki í Pepsi-deild kvenna og hefur skorað í þeim 28 mörk.

FH verður nýliði í deildinni í sumar og ætlar félagið að festa sig í sessi í deild þeirra bestu á nýjan leik.

„Hér leið mér vel á sínum tíma og öðlaðist mikla reynslu með liðinu. Ég finn að það er metnaður í gangi hjá FH til þess að standa sig vel í úrvalsdeildinni og mig langaði að taka þátt í því. Ég hlakka því mikið til að byrja að æfa og spila með FH,“ sagði Aldís Kara í viðtali á heimasíðu FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×