Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2016 16:23 Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi um hvaða lag verður framlag Ísland til Eurovision í Svíþjóð í maí. Mynd/Pressphotos Rúm hundrað tuttugu og eitt þúsund símaatkvæði voru greidd á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þar sem áhorfendur völdu lagið Hear Them Calling sem framlag Íslands í Eurovision-keppninni sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að í fyrri símakosningu úrslitakvöldsins hafði lagið „Now“ (Augnablik), í flutningi Öldu Dísar, í efsta sæti og eftir að atkvæði dómnefndar og niðurstaða símakosningar höfðu verið talin saman var lagið enn í efsta sæti. Lag Gretu Salóme, „Hear Them Calling“ var þá í öðru sæti og voru lögin tvö flutt aftur í spennandi einvígi. Eftir seinni símakosninguna, þegar kosið var á milli laganna tveggja, var það þó „Hear Them Calling“ sem hlaut afgerandi stuðning kjósenda með 39.807 atkvæðum á móti 25.111 atkvæðum sem Now hlaut. „Hear Them Calling“ fékk samtals 51.576 atkvæði en „Now“ fékk 36.880 atkvæði samtals. Alls voru greidd 121.079 atkvæði á úrslitakvöldinu. 12 lög kepptu í Söngvakeppninni þetta árið og þjóðin ákvað í hreinni símakosningu hvaða sex lög kæmust í úrslit. Samtals voru greidd 22.253 atkvæði í fyrri forkeppninni sem fram fór laugardaginn 6. Febrúar og í seinni forkeppninni 13. febrúar voru greidd 20.961 atkvæði. Lagið „Óstöðvandi“ hafnaði í efsta sæti eftir símakosningu fyrra kvöldsins og „Augnablik“ var í efsta sæti seinna kvöldið. Hér að neðan er samantekt á niðurstöðum dómnefndanna eftir landshlutum, hver símaatkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferðum var og samanlögð niðurstaða dómnefnda og símakosningar.Þar ákvarðaðist hvaða tvö lög fóru í einvígið í úrslitum Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45 Myndaveisla frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöll í gær. 21. febrúar 2016 10:31 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Rúm hundrað tuttugu og eitt þúsund símaatkvæði voru greidd á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þar sem áhorfendur völdu lagið Hear Them Calling sem framlag Íslands í Eurovision-keppninni sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að í fyrri símakosningu úrslitakvöldsins hafði lagið „Now“ (Augnablik), í flutningi Öldu Dísar, í efsta sæti og eftir að atkvæði dómnefndar og niðurstaða símakosningar höfðu verið talin saman var lagið enn í efsta sæti. Lag Gretu Salóme, „Hear Them Calling“ var þá í öðru sæti og voru lögin tvö flutt aftur í spennandi einvígi. Eftir seinni símakosninguna, þegar kosið var á milli laganna tveggja, var það þó „Hear Them Calling“ sem hlaut afgerandi stuðning kjósenda með 39.807 atkvæðum á móti 25.111 atkvæðum sem Now hlaut. „Hear Them Calling“ fékk samtals 51.576 atkvæði en „Now“ fékk 36.880 atkvæði samtals. Alls voru greidd 121.079 atkvæði á úrslitakvöldinu. 12 lög kepptu í Söngvakeppninni þetta árið og þjóðin ákvað í hreinni símakosningu hvaða sex lög kæmust í úrslit. Samtals voru greidd 22.253 atkvæði í fyrri forkeppninni sem fram fór laugardaginn 6. Febrúar og í seinni forkeppninni 13. febrúar voru greidd 20.961 atkvæði. Lagið „Óstöðvandi“ hafnaði í efsta sæti eftir símakosningu fyrra kvöldsins og „Augnablik“ var í efsta sæti seinna kvöldið. Hér að neðan er samantekt á niðurstöðum dómnefndanna eftir landshlutum, hver símaatkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferðum var og samanlögð niðurstaða dómnefnda og símakosningar.Þar ákvarðaðist hvaða tvö lög fóru í einvígið í úrslitum Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01 Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45 Myndaveisla frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöll í gær. 21. febrúar 2016 10:31 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Sjáðu hið magnaða opnunaratriði úrslitakvölds Söngvakeppninnar Gleðibankinn, Minn hinsti dans, Nína og allir helsti gullmolar Eurovision-sögu Íslands fengu að njóta sín. 21. febrúar 2016 10:01
Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45
Myndaveisla frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöll í gær. 21. febrúar 2016 10:31