Tólf mál vegna Hótels Grímsborga á borði Bárunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, segir kröfu stéttarfélagsins um úrbætur skýra. Fréttablaðið/Anton „Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira