Tólf mál vegna Hótels Grímsborga á borði Bárunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, segir kröfu stéttarfélagsins um úrbætur skýra. Fréttablaðið/Anton „Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Á okkar borði eru tólf mál vegna ýmissa kjarasamningabrota,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, um málefni starfsmanna Hótels Grímsborga sem hafa leitað til félagsins. „Það er verið að rugla saman dagvinnu og vaktavinnu. Menn fá ekki greidda yfirvinnu eftir tvö hundruð tíma vinnu, fá ekki hvíld þegar þeir eiga að fá hvíld. Það er öll flóran af brotum,“ bætir hún við og segist hafa kallað eftir úrbótum eiganda hótelsins. Starfsmaður hótelsins segir brot á starfsmönnum svo gróf að farið hafi verið fram á vinnustöðvun á hótelinu. Halldóra Sigríður vill ekki gefa það upp til hvaða aðgerða verði gripið.Ólafur Laufdal segist aldrei hafa heyrt frá Bárunni. Starfsmenn komi aftur og aftur til hans. Um atvinnuróg sé að ræða.Ólafur Laufdal rekur Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur. „Ég hef ekki heyrt í Halldóru, eitt einasta orð. Hún hefur aldrei komið til mín. Ég reikna ekki út launin, hef aldrei reiknað út launin. Það hefur enginn komið til mín og beðið um leiðréttingar. Í fjörutíu ár hef ég verið með þúsundir í vinnu og aldrei komið upp svona mál. Þetta er mjög alvarlegur hlutur. Allir útlendingar sem eru að vinna hjá mér koma aftur og aftur. Þetta er eins og hvert annað einelti og atvinnurógur og ef það er eitthvað sem hefur misfarist þá vil ég leiðrétta það strax.“ Verkalýðsfélög landsins eru í átaki þessa dagana og vilja tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talda útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot.Fjallað var um hótelið í þættinum Um land allt á Stöð 2 snemma árs 2013. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira